Slúðurpakki dagsins – nýtir sér frægð Kardashian fjölskyldunnar

Kærasti Khloe Kardashian, French Montana, viðurkenndi það í viðtali við tímaritið Billboard Magazine að hann hafi viljað nýta sér frægð Khloe sjálfum sér í hag. Montana sem er rappari gerði sér fulla grein fyrir því frá upphafi að hann gæti grætt mikið á því að nýta sér allt sviðsljósið sem Khloe og fjölskylda hennar er í til að verða sjálfur frægari.

Tónlistarmynd birtist á dögunum við lagið Don’t Panic með French Montana en Khloe kemur fram í sjálfu myndibandinu sem mun þýða það að myndbandið mun fá töluvert meira áhorf.

Aðdáendur Khloe voru mjög ósáttir með Montana eftir að hann lét þessi orð falla en Khloe er alls ekki að kippa sér upp við þessi orð hans. Sjálf fór Khloe á Twitter í gær og sagði að hún hafi alltaf vitað það að hann myndi nýta sér frægð hennar en að henni væri alveg sama.

Söngkonan Christina Aguilera fæddi á laugardaginn síðastliðinn stúlkubarn sem hefur fengið nafnið Summer Rain Rutler.

Þetta er fyrsta barn Christinu og unnusta hennar Matt Rutler en fyrir á hún hin sex ára gamlar Max Liron úr fyrra hjónabandi sínu.  Söngkonan tilkynnti um þungun sína í febrúar á þessu ári, einungis viku eftir að hún opinberaði trúlofun sína við Rutler. Matt er kvikmyndaframleiðandi en Matt og Christina kynntust við tökur á myndinni Burlesque árið 2010.

1406641442_christina-aguilera-zoom

SHARE