Sá orðrómur flýgur nú hátt að söngkonan Mariah Carey og grínistinn Nick Cannon séu að fara að sækja um skilnað. Samkvæmt heimildamanni búa hjónin ekki lengur saman eftir að hún réð öryggisverði til að halda honum frá öðrum kvennmönnum.
Mariah og Nick hafa verið gift í 6 ár en svo virðist sem svo miklir brestir séu komnir í hjónabandið að Nick hafi flúið heimili þeirra og dvelji nú á hótelum. Heimildarmaður tekur fram að þau rífist mikið og Mariah Carey trúi því að Nick hafi haldið framhjá henni.
Fyrr á þessu ári þegar Nick hélt til Las Vegas til að vera kynnir í sundlaugapartýum hafði söngkonan svo litla trú á honum að hún réð öryggisverði til að fylgjast með honum. Mariah fór einnig fram á það að grínistinn drykki ekki á meðan hann dveldi í Las Vegas þar sem hún vildi meina að hann kæmi sér í vandræði þegar hann væri mjög ölvaður.
Bæði Nick og Mariah eru vön því að vera mjög virk á samskiptamiðlum en þau hafa ekki verið mynduð saman í nokkra mánuði. Mariah og Nick eiga saman tvíburana Moroccan Scott og Monroe sem fæddust árið 2011.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.