Vildi líta út eins og skopteikning af sjálfri sér

Krystina - 7 ára

Þegar Krystina Butel ákvað að láta gera skopmynd af sér í sumarfríi á Ibiza þegar hún var 15 ára, hafði hún ekki hugmynd um að hún myndi eyða næstu 15 árum í það að reyna að líkjast myndinni.

Krystina(30) hefur eytt um 25 milljónum króna í lýtaaðgerðir til þess að líta út eins og skopmyndin sem var teiknuð af henni en hún borgaði tæpar 2000 krónur fyrir myndina. Hún er búin að fara í 5 brjóstastækkanir, bótox, tannhvíttun, aðgerð á vörum, húðflúr á andliti og meira að segja hefur Krystina látið gera geirvörtur sínar hjartalaga. 

Krystina er hárgreiðslukona og segir í viðtali við DailyMail:

Þegar ég sá teikninguna varð ég afbrýðissöm út í myndina. Hún var svo glæsileg og allt sem mig langaði að vera. Myndin sýndi mér hvað ég gat orðið. Á þessum árum hef ég eytt sífellt meiri peningum í fegrunaraðgerðir og lýtaaðgerðir til þess að verða eins og hún. 

Þrátt fyrir að hafa nú þegar farið í margar aðgerðir og eytt fullt af peningum er Krystina ennþá staðráðin í að líta út eins og skopteikningin af sjálfri sér.

 

Krystina - 7 ára
Krystina – 7 ára
1408693964732_wps_33_Krystina_Butel_from_Wakef
Krystina – 7 ára
Krystina - 8 ára
Krystina – 8 ára

 

Krystina - 11 ára
Krystina – 11 ára
Krystina - 11 ára
Krystina – 11 ára

Krystina segir að fjölskyldan hennar sé mjög skilningsrík og virði hennar ákvarðanir varðandi útlit hennar

Krystina - 15 ára
Krystina – 15 ára

Hún segir að hún hafi verið að reyna að finna sig þegar hún var 15 ára. Skopmyndin hjálpaði henni að finna hvaða leið hún vildi fara í lífinu.

Krystina fer mikið í ljós og hefur farið í margar brjóstastækkanir og er nú í stærð 36K
Krystina fer mikið í ljós og hefur farið í margar brjóstastækkanir og er nú í stærð 36K

1408693765169_Image_galleryImage_Krystina_Butel_from_Wakef

Krystina með unnusta sínum David Scriven (41). Honum finnst hún gullfalleg og elskar þetta útlit hennar.
Krystina með unnusta sínum David Scriven (41). Honum finnst hún gullfalleg og elskar þetta útlit hennar.
VInir og fjölskylda styðja við bakið á Krystina og verja hana ef einhver gagnrýnir útlit hennar
VInir og fjölskylda styðja við bakið á Krystina og verja hana ef einhver gagnrýnir útlit hennar (Krystina er til hægri)

 

1408693406555_wps_10_Krystina_Butel_30_from_Wa

1408692160210_wps_1_Krystina_Butel_30_from_Wa

 

SHARE