Meðganga konu á heilum sex sekúndum

Ekkert er fallegra en að verða vitni að því er líf kviknar í móðurkviði, að sjá og fylgjast með litlu barni vaxa og dafna í maga móður sinnar og koma að lokum í heiminn með tíu litla fullkomna fingur og tær, umvafið ást og nærgætni elskandi foreldra.

Óður til ástarinnar gæti þetta stórkostlega og einfalda, gullfallega Vine myndband sem Ian Padgham, listamaður og markaðsfræðingur tók af barnsmóður sinni og eiginkonu á níu mánaða skeiði meðan hún gekk með ófætt barn þeirra hjóna í maganum og fékk loks í fangið eftir vel heppnaða fæðingu.

Ian tók ljósmyndir af hinni verðandi móður á öllum stigum meðgöngunnar og og skeytti saman í myndskeiðið hér að neðan sem er nær dáleiðandi fallegt í einfaldleika sínum.

Er ekki upphaf lífsins magnað?

SHARE