Notaði GoPro myndavél til að filma egg sjóða í vatni

Þetta er áður óþekkt sjónarhorn á eggjasuðu og ótrúlega töfrandi; en sushi kokkurinn sem stendur að baki YouTube rásinni How To Make Sushi Japanese Food Recipes fékk þá stórskrýtnu hugmynd að setja Go Pro myndavél ofan í pott með sjóðandi vatni meðan hann sauð egg – og það er næstum ótrúlegt til þess að hugsa að maðurinn skuli ekki hafa eyðilagt vélina í miðjum klíðum.

Ef ekki væri til annars, prófaðu að smella á tengilinn hér að ofan ef þú hefur áhuga á japanskri matargerð!

SHARE