Þetta er áður óþekkt sjónarhorn á eggjasuðu og ótrúlega töfrandi; en sushi kokkurinn sem stendur að baki YouTube rásinni How To Make Sushi Japanese Food Recipes fékk þá stórskrýtnu hugmynd að setja Go Pro myndavél ofan í pott með sjóðandi vatni meðan hann sauð egg – og það er næstum ótrúlegt til þess að hugsa að maðurinn skuli ekki hafa eyðilagt vélina í miðjum klíðum.
Ef ekki væri til annars, prófaðu að smella á tengilinn hér að ofan ef þú hefur áhuga á japanskri matargerð!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.