Fátt er fallegra en vel snyrt kona sem ber nær ósýnilegan farðann svo vel að það er engu líkara en að hörundið hafi einfaldlega ekki verið farðað.
Margt er hægt að gera með snyrtivörum sem blekkir augað og á sömu stundu er fátt vandræðalegra en að sjá fallega konu sem er með flekkóttan farða á andlitinu. Þó sólin hafi lítt skinið á Íslandi í sumar, þá getur rétt förðun framkallað fallega sólkysstan blæ á andlitshörundinu sem gefur frísklegt og heilbrigt yfirbragð.
Í þessu myndbandi fer förðunarmeistarinn Wendy Rowe yfir örfáar áherslubreytingar þegar farði er borinn á andltið sem getur gert gæfumuninn og framkallað einmitt það; fallega sólkyssta áferð á hörundinu sem gefur glóandi bjarma og lætur líta svo út fyrir – án bronspúðurs – að konan hafi eytt hæfilegum tíma undir yljandi geislum sólarinnar sem allt græðir.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.