Þjónar Guðs eru ekki allir grafalvarlegir. Prestar geta meira að segja verið gæddir frábæru skopskyni sem brýst út í … söng?
Þessi guðsþjónusta, sem reyndar var brúðkaup lukkulegra og afar ástfanginna verðandi hjóna, hefur slegið í gegn á netinu en presturinn sem syngur svo glettilega í upphafi athafnar hefur farið sigurför á samskiptamiðlum og er óhætt að segja að starfsbræður hans og systur mættu taka sér hann til fyrirmyndar, þó ekki væri nema með léttlyndu augnaráði þar sem hann laumulega lítur á sóknarbörn í leit að viðbrögðum við stórkostlegri frammistöðu mannsins með hempuna.
Bravó! Svona ættu fleiri hjónavígslur að hefjast í húsakynnum Guðs!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.