Joan Rivers er haldið lifandi með öndunarvél og útlitið er svart

Líf grínistans Joan Rivers sem margir kannast við úr Hollywood heiminum fyrir það eitt að vera ákaflega kjaftstór er haldið á lífi með öndunarvél og öðrum vélum. Á næstu dögum mun fjölskylda hennar þurfa að taka erfiða ákvörðun um það hvort slökkva eigi á vélunum sem halda henni á lífi.

Joan hætti að anda í miðri aðgerð á raddböndunum á fimmtudaginn og var flutt með hraði á Mt. Sinai spítalann í New York. Seinna þennan dag gaf dóttir Joan út yfirlýsingu þar sem hún sagði að móðir sín væri þungt haldin en fengi bestu mögulegu meðferð og umönnun.

Samstarfsmenn Joan úr þættinum Fashion Police, þær Kelly Osbourne og Giuliana Rancic hafa báðar beðið fólk um biðja fyrir henni á Twitter.  Aðrar Hollywood hafa einnig farið á Twitter og tjáð sig um ástand Joan meðal annars Charlie Sheen og Donald Trump.

 

article-2738687-20EF58E500000578-951_634x366 article-2738687-20EF58E900000578-72_634x372

 

article-2738687-20E47F7F00000578-99_634x257

article-2738687-20E47F7800000578-498_634x252

 

SHARE