Í tilefni nýs lags og myndbands mun Indverska prinsessan okkar, LEONCIE, halda tónleika á HENDRIX næstkomandi laugardagskvöld auk þess sem Dj BALDUR mun sjá um að halda okkur í stuði alla nóttina. Suðrænir kokteilar verða á súper kjörum fram eftir nóttu í tilefni dagsins.
LEONCIE mun frumflytja nýja lagið sitt live, sýna nýja myndbandið sitt ásamt því að spila fyrir okkur sína helstu slagara. Einnig mun hún gefa útvöldum eintök af diskum sínum og hafa þá til sölu. Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á að sjá Leoncie live, og munum við því setja upp forsölu á midi.is þar sem þú getur tryggt þér miða í tæka tíð. Síðast var kjaftfullt og þurfti aukatónleika til að anna eftirspurninni og komust samt færri að en vildu.
Húsið opnar kl 23:00
Aðgangseyrir er aðeins 1.000.- kr í forsölu sem hefst á miðvikudag og 1.500.- kr við dyrnar. Einnig standa þau á Hendrix fyrir leik þar sem þú getur unnið miða á þennan viðburð.