Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Joan Rivers væri á spítala og haldið á lífi með öndunarvél en Joan hætti að anda í miðri aðgerð á raddböndunum seinastliðinn fimmtudag. Henni hefur verið haldið sofandi á Mount Sinai spítala í New York en nú á að reyna að vekja hana til þess að læknar geti metið virknina á heila þessarar 81 árs gömlu konu.
Fjölskylda Joan óttast að hún sé með mjög skerta hreyfigetu og hugsanlega verði hún bundin við hjólastól og í versta falli að virknin í heila hennar sé engin.
Framleiðslu þáttanna Fashion Police sem Joan var að vinna í, ásamt Kelly Osbourne og fleirum, hefur verið hætt í bili. Fjölskylda Joan íhugar málsókn á hendur læknastöðinni sem framkvæmdi aðgerðina á raddböndum hennar.