Stórskrýtin portret serían sem hér má skoða að neðan er nýjasta hugarsmíði suður afríska ljósmyndarans Anelia Loubser, sem með einfaldri tækni og smávægilegri skerpingu tók þessar hrikalegu og jafnframt hrífandi andlitsmyndir af fullorðnu fólki … á hvolfi.
Serían sjálf ber heitið Alienation og lítur út fyrir að vera af geimverum í besta falli, en seríuna segir Anelia vera ætlaða til að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklu máli ólík sjónarhorn skipta; viðhorf einstaklings og sjónarhorn manneskju á ákveðna stöðu eða atburðarás geti umbreytt öllu því sem á eftir kemur.
Aneliu er að finna hér og hér á netinu, en hér má sjá brot úr stórskrýtinni seríunni:
Seríuna má skoða í heild sinni á ljósmyndasíðu Aneliu.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.