Þessi heimildarmynd fjallar um dreng sem er tvíburi og verður fyrir því óláni að getnaðarlimur hans er brenndur af honum þegar átti að umskera hann. Það er ekkert sem getur bætt honum skaðann og engin leið fyrir hann að eiga eðlilegt líf….. nema að hann yrði alinn upp sem stúlka. Foreldrar hans tóku þá ákvörðun fyrir hann og það kemur í ljós hér hversu skaðlegar afleiðingar þetta hafði.