Breski ljósmyndarinn Thomas Knights vill meina að við höfum mótast af þeim samfélagslegu ranghugmyndum að fallegir, rauðhærðir menn séu ekki til. Hinn 31 árs gamli Thomas Knight er sjálfur náttúrulega rauðhærður en lengi vel var hann svo ósáttur við hárlitinn að í 10 ár litaði hann hárið á sér ljóst.
Fyrsta ljósmyndasýning Thomas var opnuð þann 3 september í New York, í BOSI galleríinu, en þar sýnir hann myndir af 40 rauðhærðum ameríkönum sem sanna að rauðhærðir karlmenn geta líka verið aðalleikarar í kvikmyndaheiminum.
Red headed actors are portrayed as undesirable, angry, and weak characters – or the bad guy. They are never the heartthrob, the hero or the action star, and it has created this notion that all ginger men are ugly and weak. I want to show that they’re not.
Ljósmyndasýning Thomas ögrar þessum gildum í sýningu sinni en hann segir einnig að viðmið samfélagsins til rauðhærðra kvenna og karla séu gjörólík.
Rauðhærðar konur eru álitnar miklar kynverur, hugrakkar og nokkurs konar eðalkvenmenn en rauðhærðir karlar eru aftur á móti álitnir ókarlmannlegir, ókynþokkafullir, óaðlaðandi og lítt eftirsóknarverðir.
Thomast varpar þeirri spurningu fram hver hafi ákveðið að rauðhærðir karlmenn væru ekki metnaðarfullir. Hann þykist þó vita svarið við því og vill fyrst og fremst kenna Hollywood og fjölmiðlum um. Kvikmyndaheimurinn setur aldrei rauðhærðan karlmann í aðalhlutverið sem hetju eða kynþokkafullan svokallaðan „leading man“ nema í sjónvarpsþættinum Homeland en þá kemur það aftur upp að hann er vondur karakter í þáttunum.
Árið 2012 birti tímaritið Psychological Studies rannsókn sem leiddi í ljós að rauðhærðum karlmönnum var oftast hafnað þegar þeir reyndu að bjóða konu á stefnumót. Rannsakandinn Nicolas Guéguen skoðaði hvernig hárliturinn einn hefur áhrif á möguleika manneskju að ná sér í stelpu á skemmtistað með því að láta nokkra karlmenn nálgast kvenmenn með mismunadandi hárkollur, yfir eina helgi. Niðurstaðan var sú að þegar rannsakandinn var búinn að skilja aðra þætti en háralitinn frá sem gætu haft áhrif á höfnun, kom í ljós að rauðhærðir karlmenn eru almennt ekki taldir aðlaðandi að mati kvenna.
Frá því í æsku eru við alin upp við að prinsinn á hvíta hestinum sé hávaxinn, dökkhærður og myndarlegur eða hávaxinn, ljóshærður og myndarlegur. Thomas hefur átt í erfiðleikum með að sætta sig við hárlit sinn frá því hann var fjögurra ára eða þegar móðir hans fór með hann á Littlu hafmeyjuna því sjálfur vildi hann hafa hár eins og prinsinn. Það var enginn sem stóð fyrir rauðhærðum karlmönnum í kvikmyndunum nema þeir rauðhærðu leikarar sem fengu hlutverk sem óaðlaðandi karakter.
Eftir 10 ár stóð hins vegar Thomas upp og þoldi þetta ekki lengur. Hann rakaði ljósu lokkana í burtu og leyfði sínum náttúrulega háralit að vaxa aftur. Það sem kom honum mest á óvart var hversu margir hrósuðu honum síðan fyrir fallegan hátlit.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.