„Gerðu það, ekki deyja á sama hátt og sonur minn”

Harmþrungin móðir 38 ára gamals bifhjólamanns sem lét lífið í mótorhjólaslysi á þjóðvegi í Norkfolk, Bretlandi hefur látið í té myndband sem sonur hennar tók af eigin helför án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að hann var að festa síðustu augnablik ævi sinnar á filmu.

David Holmes, sem var 38 ára gamall þegar hann lést í árekstri á þjóðvegi A47 í Honingham, ók af stað með myndavél sem var fest við bifhjólahjálminn og má heyra David segja WHOA! nokkrum sekúndum áður en hann lendir í árekstri við bíl sem kemur úr gangstæðri átt og kastast af hjólinu með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.

David var á 160 kílómetra hraða þegar hjólið small saman við bílinn, en tilgangur Brendu, móður bifhjólamannsins, er að taka virkan þátt í forvarnarstarfi með útgáfu myndbandsins og leggja þannig baráttunni við hrað- og glæfraakstri lið. Brenda biður þannig bifhjólafólk og ökumenn bifreiða í öllum bænum að sýna meira tillit í umferðinni, en þess ma geta að ökumaður bifreiðarinnar sem sjá má í myndbandinu, var fyrir rétti dæmdur fyrir manndráp af gáleysi sökum glæfralegs ökulags.

“Mér finnst ekki auðvelt að gera þetta, að gefa myndbandið út, en ég geri það í þeirri von að einhver muni ranka við sér og sýna meiri aðgát í umferðinni” – Brenda, móðir David.

SHARE