Tískuvikan í New York: Alexander Wang með sterkar og vogaðar línur

Tískuvikan hefur tröllriðið New York borg undanfarna daga, en viðburðurinn sjálfur, sem markar línurnar fyrir komandi vor árið 2015 hófst fimmtudaginn 4 september og stendur yfir til 11 september.

 

Helstu stjórstjörnur heims hafa skartað sínu fegursta í fremstu röðum á helstu sýningum undanfarna daga, kokteilar fljóta og gjallandi hlátur hefur ómað um salarkynni sýningarsala en linur hönnuða þykja mjög frábrugnar hverri annarri, skarast skemmtilega á og sýna fram á fjölbreytileika tískunnar eins og hún kemur fyrir sjónir í dag.

 

Á vefsíðunni Fashion Week Online má bæði sjá beinar útsendingar frá tískuvikunni sjálfri af sýningarpöllunum og fyrir áhugafólk um hátísku er undursamlegt að horfa á streymið þar sem hátískan er færð af pöllunum og útvarpað í beinni útsendingu á skjánnum.

Hægt er að skoða beint steymi hér en einnig er hægt að fletta upp hönnuðum eftir stafrófsröð hér. Tískuvikan sem hófst í New York þann 4 september, verður haldin öðru sinni í London þann 12 til 16 september og ferðast í framhaldinu til Milanó þar sem Vor og Sumarlína 2015 verður kynnt dagana 17 til 23 september. Tískuvikan í París verður að lokum haldin dagana 23 september til 1 október og verður afar fræðandi og athyglisvert að fylgjast með því hvaða línur helstu tískuhönnuðir heims leggja fyrir vor og sumarmánuði á næsta ári.

Eins og sjá má eru skerandi kontrastar í línum helstu hönnuða heims, en hér má sjá Alexander Wang með strákslega sterkar, þróttmiklar línur:

 

 

SHARE