5 íslenskar vefverslanir taka sig saman og halda Pop up markað

Á laugardaginn næstkomandi verður haldinn svo kallaður Pop Up markaður á Kex Hostel frá klukkan 12 til 18 þar sem íslensku vefverslanirnar Andarunginn.is, Esja Dekor, nola.is, Petit.is og Snúran munu sýna og selja sínar vörur.

Allar verslanirnar selja ákaflega fallegar og skemmtilegar vörur en ég viðurkenni að þegar ég heyrði af þessum markaði þá skoðaði ég í fyrsta skipti vöruúrvalið hjá verslununum Andarunginn.is og nola.is. Hinar verslanirnar er ég iðin við að skoða.

Verslunin Esja Dekor er í miklu uppáhaldi hjá mér en nú nýlega fjárfesti ég í krítartöfluveggfóðri hjá þeim sem ég hengdi upp í eldhúsinu mínu. Þó að ég geti ekki státað mig af því að hafa komið veggfóðrinu upp sjálf þá get ég sagt að vinkona mín fór listilega að þessu.

Esja Dekor selur einnig segulveggfóður með mismunandi dýramyndum á sem eru kjörin fyrir barnaherbergið en krítartöfluveggfóðrið er einnig segulmagnað. Úrvalið er fjölbreytt og allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera öðruvísi og skemmtilegar. Það sem er núna efst á óskalistanum mínum eru vandaðir tré skrímslakubbar sem myndu prýða sig vel sem skraut upp á hillu.

show_image.php show_image.php

 

show_image.php-2

Andarunginn.is og Petit.is eru bæði netverslanir sem selja barnavörur fyrir vandláta foreldra. Ég á sjálf engin börn en ég er nokkuð viss um að Wheely Bug sem er til sölu hjá Andarunganum.is sé eitthvað sem öll börn munu njóta góðs af. Leikfangið er handgert og gefur barninu tækifæri til að æfa jafnvægi og styrkja eigin líkamsgetu. Það skemmir svo að sjálfsögðu ekki að Wheely Bug er litríkt og gleður augað.

wheely-bug-all-animals

Petit.is er með til sölu vandaðar barnavörur og barnaföt frá meðal annars merkjunum Mini Rodini og Färg & Form Sweden.
Snúran hefur upp á að bjóða margar fallegar vörur fyrir heimilið en lagt er áhersla á hafa vörur frá ungum og ferskum hönnuðum. Þeir sem hafa áhuga á snyrtivörum geta kíkt við á laugardaginn og skoðað það sem nola.is er með til sölu en þar má finna spennandi förðunar, nagla og húðvörur. Nola.is selur einnig snyrtivörurnar frá skyn Iceland sem njóta orðið mikilla vinsælda hjá konum á borð við Gwyneth Paltrow, Nicole Richie, Rachel Zoe og Paris Hilton.

Pop up markaðurinn stendur í einungis einn dag svo ég hvet alla til að kíkja á þennan markað á laugardaginn og skoða þetta fjölbreytta úrval af vörum.

SHARE