Martha Stewart segir Gwyneth Paltrow að halda kjafti

Viðskiptakonan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart vill meina að leikkonan Gwyneth Paltrow eigi að halda kjafti og einbeita sér að leiklistinni. Gwyneth Paltrow heldur úti lífstílssíðunni Goop þar sem hún deilir ráðum, uppskriftum og hugmyndum að klæðnaði.

Gwyneth á það þó til að láta út úr sér hluti sem falla í grýttan jarðveg eins og þegar hún gerði lítið úr öllum ameríkönum með því að segja að þeir töluðu aldrei um neitt áhugavert nema peninga og vinnuna sína eða þegar hún sagði að allar konur í heiminum hefðu tíma til að hreyfa sig, þær þyrftu bara að temja sér meiri aga. Þessar vanhugsuðu yfirlýsingar hjá Gwyneth hafa gert það að verkum að vinsældir hennar hafa dalað mjög mikið en það virðist þó ekki stoppa hana.

Í nýlegu viðtali tjáði Martha Stewart sig um lífstílssíðu Gwyneth:

She just needs to be quiet. She´s a movie star. If she were confident in the acting, she wouldn´t be trying to be Martha Stewart.

Gwyneth er ekki eina leikkonan sem hefur ákveðið að byrja að deila ráðum, uppskriftum og öðru slíku á lífstílssíðu því Gossip Girl leikkonan gerði slíkt hið sama og stofnaði síðuna Preserve. Blake Lively hafið þó vit á því að leita ráð hjá lífsstílsdrottningunni Mörthu Stewart áður en hún opnaði sína síðu. Mörthy finnst Blake hafa samt sem áður farið vitlausa leið og segir hana ekki vera trúverðulega.

Hvort sem Martha hafi rétt fyrir sér eða ekki þá er konan 73 ára að aldri og hefur því lagt mikla reynslu að baki.

SHARE