Lindex opnar kventískuvöruverslun Kringlunni

Nú í fyrsta sinn býðst viðskiptavinum Kringlunnar tækifæri á að nálgast alla kventískuvörulínu Lindex í 320 fm. rými á horninu við Símaganginn.  Sértæk verslun sem hýsa mun  kventískuvörulínu Lindex mun gera að verkum að öllum deildum Lindex verður gerð skil í Kringlunni , m.a. með opnun undirfataverslunar þann 4. október.  Heildarfermetrar sem Lindex starfar á í Kringlunni verða um 700 við þessa breytingu og gera má ráð fyrir að starfsmannafjöldi Lindex á Íslandi fjölgi í yfir 100 við þetta tilefni.  Verslun Lindex opnar laugardaginn 15. nóvember kl. 12:00.

Heildarvörulína Lindex kventískuvöru boðin í fyrsta sinn í Kringlunni

Mun nú í fyrsta sinn heildarvörulína Lindex kventískuvöru verða að fullu gerð skil í sértækri verslun á þessum einstaka stað á 2. hæð í Kringlunni þar sem áður var verslun Adidas.  Lindex fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu sem haldið var upp á með glæsilegum hætti nú fyrir helgi í Gautaborg þar sem hausttíska Lindex og samstarf við hinn þekkta hönnuð Jean Paul Gaultier voru gerð frábær skil.

Við erum nýkomin frá afmælinu í Gautaborg þar sem við fengum frábæran innblástur og innsýn inn í það sem koma skal í tískunni og erum gríðarlega spennt fyrir því að geta gert því skil í Kringlunni með einstökum hætti”–segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Verslunarrýmið, sem mun geyma allar kventískulínur Lindex, Holly & Whyte, Contemporary, Everyday, Generous og hina einstöku Lindex Extended, hefur yfir að ráða framhlið og staðsetningu sem á sér vart hliðstæðu með yfir 160 m2 af gluggum sem snúa út í aðalgöngugötu Kringlunnar.

Hönnun verslunarinnar mun geyma sérkenni sem ekki hafa sést áður í verslunum Lindex hér á landi með samblandi af skandínavískum einfaldleika í bland við liti og lýsingu sem miða að því að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða.

“Við erum sérstaklega ánægð að geta nú boðið kventísku Lindex í Kringlunni, vinsælustu verslunarmiðstöð landsins og erum full tilhlökkunar til áframhaldi samstarfs”- segir Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita.

Meðfylgjandi eru myndir einkennandi fyrir hausttískuna en hér má finna frekari myndir úr tískusýningu helgarinnar:

Kventískufatnaður Lindex á sýningu helgarinnar

 Kventískufatnaður Lindex á sýningu helgarinnar 2

Lindex contemporary

Lindex Contemporary 2

Myndir úr línu Jean Paul Gaultier:

Screen Shot 2014-09-15 at 4.12.15 PM Screen Shot 2014-09-15 at 4.12.25 PM Screen Shot 2014-09-15 at 4.12.43 PM

 

Myndband frá sýningu helgarinnar:

 

SHARE