Tuttugu og tveggja ára gömul kona svipti sig lífi á sjúkrahúsinu Vogi á föstudagskvöldið, samkvæmt fréttum á dv.is en Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ staðfesti þetta í samtali við blaðamann DV.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta gerist í 37 ára sögu meðferðarstarfs hjá SÁÁ.
Vinir konunnar, sem DV ræddi við, segjast ætla að halda minningu hennar á lofti og þannig vona að hún verði öðrum víti til varnaðar.
Konan skildi eftir sig eitt barn.