Hún Ólöf Mas birti þetta bréf á Facebook síðu sinni en í bréfinu er Lánasjóður Íslenskra námsmanna að rukka móður hennar og systkini hennar, um námslán sem afi Ólafar var ábyrgðarmaður fyrir. Afi Ólafar lést fyrir 27 árum.
Maðurinn sem tók lánið var sonur konunnar sem afi Ólafar giftist en hann varð gjaldþrota á þessu ári. Ólöf skrifaði meðal annars þetta: „Nú fellur ábyrgðin á þau að borga þetta eftir öll þessi ár fyrst að afi er látinn… Svona eru þessi nýju lög sem voru að taka gildi…. Þetta er nú meira ruglið… er ekki nóg að maður þurfi að borga eigin skuldir.“