San Francisco hefur að geyma mörg ótrúlega falleg hús þar sem haldið er í gömlu götumyndina eftir bestu getu, enda er borgin þekkt fyrir sjarma og auðvitað brekkurnar. Mörg húsanna hafa verið gerð upp með frábærum árangri og er þetta hús gott dæmi þess. Það heldur útliti sínu séð frá götunni og lætur í raun ekki miikið að sér kveða en kemur á óvart þegar inn er komið.