Sjöunda þáttaröð The Voice er hafin og byrjar með hvelli; en hinn átján ára gamli Elyjuh Rene, alinn upp af einstæðri móður, hæfileikaríkur í meira lagi og ótrúlega hugrakkur, kom, sá og sigraði í upphafi áheyrnarprófa með stórsmellinum XO eftir sjálfa Beyoncé.
Sjálfur segir Elyjuh að móðir hans sé besti vinur hans, stærsta fyrirmynd og helsti stuðningsmaður en hún fylgdi syninum upp að sviði og mátti sjá stolt móðurtár glitra á hvarmi meðan drengurinn vann hug og hjörtu dómara og þá sérstaklega Pharrel Williams, sem lét tilfinningarík orð falla að loknum glæsilegum flutningi Elyjuh.
Magnað brotið má sjá hér, en þátturinn verður sýndur í heild sinni á Skjánum á föstudag kl. 20.30.
Ótrúlega hæfileikaríkur strákur og æsispennandi framhald!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.