Blekkir þú börnin þín eða segir satt? – Jólasveinatrú

Foreldrar hafa gjarnan skiptar skoðanir á því hvort segja eigi börnunum að jólasveinar séu ekki til eða leyfa þeim að trúa og hjálpa til við að gera upplifunina skemmtilega.
Ætli sé siðferðislega rangt að blekkja börn ef einungis góðvild er í huga?
Sumir foreldrar eru hreinskilnir frá upphafi að um leik sé að ræða og virðast börn þeirra skemmta sér alveg jafn vel og önnur yfir jólum og jólasveinum.
Aðrir foreldrar setja mörkin við það sem flokkast sem hrein lygi.
Tala þeir þannig um jólasveinana og að þeir setji í skóinn en þegar að því kemur að barnið spyr ,,Eru það í alvörunni jólasveinar sem setja í skóinn?” segja þeir satt.
Enn aðrir útfæra hlutina svo á enn annan veg og draga mörkin annars staðar.

Það hefur verið sýnt fram á það í skoðunarkönnunum að í langflestum tilvikum hefur það ekki áhrif á börn eða finnst þeim það ekki vera tiltökumál þegar þau komast að því að jólasveinninn sé ekki til og það að foreldrar hafi ,,blekkt‘‘ þau.

Upplifunin við jólasveininn er ekki aðeins sú að þeir gefa fallegt í skóinn heldur er spenningur, trúin, sagan og allt í kringum þessa skrýtnu kalla mjög skemmtileg. Skrifa til þeirra bréf, skilja eftir smákökur og mjólk og ekki má gleyma óraunhæfum gjafalista sem gaman er að láta sig dreyma um!

Burt sé frá því hvernig fólk fer að í sambandi við trúna á jólasveinunum en það er undir hverjum og einum komið, rétt eins og foreldrar ljúga eða tala í kringum hlutina ef þeir telja þörf á og það sé barninu fyrir bestu.
Það sem skiptir mestu máli er að foreldrar og þá meina ég allir foreldrar hafi einhver takmörk fyrir því hvað gefið er í skóinn.
Ég man það frá því ég var í skóla og á jólasveina aldrinum þá voru sumir í bekknum sem fengu minna en aðrir, og sumir fengu mjög óraunhæfar gjafir sem jólasveinninn átti að hafa gefið.
Það var pínlegt fyrir þá sem minna fengu og þurfa að segja frá því.

Jólasveinninn gefur ekki tölvuleiki, ipod eða þess háttar gjafir, jólasveinninn býr til fallegt dót sjálfur en ef það er of annríkt þá skreppur hann í búð og kaupir ódýran en fallegan hlut!
Gleymum ekki mandarínu, það er í góðu lagi að börnin fái mandarínu einhverja dagana!

Höfum það í huga, börnin ræða saman í skólanum.
Foreldrar sem hafa meira á milli handanna ættu samt
sem áður ekki að gefa hluti meira en aðrir frá sem er í
skóinn frá Jólasveininum, hann gerir ekki upp á milli.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here