Stjörnurnar koma venjulega fram í sína allra fínasta, farðaðar og fallega greiddar og við sjáum þær oftast þannig. Þær eru nú samt bara venjulegar manneskjur og eru ekki „fullkomnar“ í útliti alla daga. Eftir að Instagram kom á nánast hvert heimili í heiminum fær maður hinsvegar að sjá aðrar hliðar á fólki og lífi þeirra og það á líka við hjá stjörnunum.
Hér eru nokkrar myndir af Instagram hjá þessum stjörnum þar sem þær eru ófarðaðar og gullfallegar í sínu náttúrulega umhverfi. Sumar myndirnar eru líka teknar af fréttaljósmyndurum.