Það hafa eflaust nokkrir lent í því að verða fyrir vonbrigðum með útlit manneskjunnar sem þeir fara með á, á blint stefnumót, hvort sem fólk er viljugt til að viðurkenna það eða ekki.
Í nýlegri könnun sem gerð var kom í ljós að konur sem fara á blint stefnumót hafa mestar áhyggjur af því að maðurinn sé raðmorðingi. Karlmenn hinsvegar hafa mestar áhyggjur af því að konan sé feit.
Mennirnir sem standa að baki stefnumótasíðunni Simple Pickup fóru í það að gera samfélagslega tilraun og fengu vinkonu sína, Sara, til að koma sér á stefnumót með 5 mönnum í gegnum Tinder.
Myndirnar af henni á Tinder sýna hana í bikini með sínar fínu línur en þegar þeir koma á stefnumótið er búið að „gera hana feita“.
Viðbrögð mannanna láta ekki á sér standa.
Sjáum svo hvað gerist þegar hlutverkunum er snúið við: