Tíu skuggalegustu staðir í heimi – texti og myndir

1.
Kolmanskop (Namibía) borg grafin í sand!

Þegar fólkið í borginni Lunderitz heyrði af demöntum í Namibísku eyðimörkinni þeyttust borgarbúar þangað í von um að finna einhverja demanta og verða þar af leiðandi moldrík. En þegar fyrri heimstyrjöldina bar að garði var mjög lítil sala á demöntum og Kolmanskop lagðist fljótt í eiði og eyðimörkin gjörsamlega gleypti borgina.


2.
Prypiat (Úkraína) – heimili Chernobyl verkamanna.
Í norður Úkraínu stendur þessi borg yfirgefin vegna kjarnorkusprengingar í orkuveri Chernobyl. Þegar slysið átti sér stað áttu um það bil 50.000 mans heima í borginni. Íbúarnir máttu bara taka með sér eina tösku fulla af skjölum, fötum og bókum sem höfðu ekki orðið fyrir geislun sprengingarinnar. Fólk þurfti gjörsamlega að skilja allt sem það átti eftir þau fengu bara um það bil 5-10 mínutur til að koma sér úr borginni.



3.
San Zhi (Taiwan) framtíðar orlofsstaður.

Í norður Taiwan voru þessir framtíðar hringir byggðir sem lúxus ferðamannastaður fyrir ríka fólkið. En eftir endalaust vesen við byggingu íbúðina var hætt við ferðamannastaðinn vegna þess að lítið var um peninga og svo hafði forstjórinn hreinlega bara misst áhugann á verkinu. Vegna áhugaleysis og leti var ákveðið að reyna að hylja staðinn í fjölmiðlum og spruttu þá upp allskonar sögur um að staðurinn væri í raun og veru ásóttur af draugum og öðrum furðuverum. En ákveðið var að rífa ekki húsin vegna þess að það á ekki að vera mjög gott að rífa hús drauga og anda sem ásækja þau í Taiwan.

4.
Craco (Ítalía) – fallegur miðalda bær
Þessi litli bær sem er staðsettur syðst á ,,skó” Ítalíu hefur aldur sinn að rekja alla leið til ársins 1060 þegar arababiskup vildi flytja til Ítalíu. Vildi hann byggja upp lítinn bæ þar sem hann gat framleitt hveiti og aðrar útflutningsvörur. Árið 1891 áttu um það bil 2000 íbúar heima í þessu litla þorpi en áttu þau mjög erfitt þar sem erfitt var að rækta hveitið og túnin kringum þorpið var ekki að gefa nógu mikið af sér. Milli árana 1892 og 1922 fluttu um það bil 1300 manns úr þorpinu til Norður Ameríku. Fólkið sem varð eftir urðu fórnarlömb stríða, jarðskjálfta og lítillar uppskeru. Flutti þá fólkið inn í næsta dal sem nefnist Craco Perschiera og lagðist þá þorpið í eyði.



5.
ORADOUR-SUR-GLANE (Frakland): Hryllingur seinni heimsstyrjaldarinnar
Í seinni heimsstyrjöldinni voru 642 íbúar þessa litla þorps myrtir á hryllilegann hátt af þýskum hermönnum. Þýsku hermennirnir höfðu upphaflega ætlað í annan stærri bæ sem var nálagt Oradour-sur-glane en réðust óvart á þetta litla þorp í júní 1944 (svipaður tími og Ísland fékk sjálfstæði). Allir karlmenn bæjarinns voru skotnir á færi með rifflum en konum og börnum var haldið í kirkju bæjarins, í hvert einasta skipti sem þau reyndu að flýja beið þeirra skothríð. Á endanum voru þau öll tekin af lífi inní kirkjunni og Þýsku hermennirnir skemmtu sér við það að eiðileggja þorpið. Þorpið stendur en sem minning um hryllingin sem átti sér stað og sem virðing við hina látnu.


6.
GUNKANJIMA (Japan): forboðna eyjan.
Ein af 505 óbyggðum eyjum um það bil 15 kílómetrum frá Nagasaki. Er einnig köllið sjóorustueyjan vegna hárra veggja borgarinnar. En 1916 ákvað fyrirtækið Mitsubishi að oppna þar kolanámur og árið 1959 hafði fólksfjöldi eyjunnar nánast sprungið en þegar mest var þá bjuggu um það bil 1.391 manneskja á hektara, sem er mesti fólksfjöldi á hektara í öllum heiminum. 1960 kom petroleum í staðin fyrir kol og ákváðu þá forstjórar Mitsubishi að hætta allri starfsemi á eyjunni. Lagðist þá allt af á einni og fólkið byrjaði að flytja burtu.
Eyjan hefur verið notuð sem tökustaður fyrir myndina “Battle Royale 2” árið 2003 og var innblástur mjög vinsæls tölvuleiks í Asíu sem ber nafnið “killer7”


7.
KADYKCHAN (Rússland): minningar Sovíetríkjanna.
Kadykchan er einn af mörgum smábæjum sem féllu í eiði eftir að Sovétríkin féllu. Fólkið sem þar bjó neyddist til að flytja vegna skorts á hreinu vatni, skólum og heilsugæslu.
Rússnenska ríkið flutti allt fólkið í burtu á tveimur vikum en þar bjuggu um það bil 12.000 manns. En þar sem fólkið var í raun að flýta sér úr bænum skildi það eftir sig mikið af dóti svo sem barnadót, bækur og föt.
8.
KOWLOON WALLED CITY (Kína): Lagalausa borgin
Borgin er staðsett rétt fyrir utan Hong Kong en var hún undir Bresku krúnunni.
Borgin var upphaflega notið sem eins konar varðturn gegn sjóræningjum.
Japanir tóku svo borgina í gíslingu í seinni heimsstyrjöldinni en svo neyddu Kínverjar, Japani til að gefa borgina af hendi. Hvorki Bretar eða Kínverjar vildu hinsvegar sjá um borgina og varð hún þá algjörlega lagalaus, engar reglur og ekkert var bannað. Borgin var nánast einungis lýst með flúorljósum en í borginni voru mikið af hóruhúsum, ópíum verksmiðjum, kókaín framleiðslum og matsölustöðum sem framreiddu hundakjöt. Loksins árið 1993 ákváðu Bretar og Kínverjar loksins að stoppa þessa vitleysu og byrjuðu að rífa borgina niður þangað til allir voru fluttir úr borginni og hún lagðist í eyði.



9.
FAMAGUSTA (Kýpur): Einn af aðal ferðamannastöðum nú draugabær.
Árið 1970 var Famagusta einn af vinsælustu ferðamannastöðum Kípur. En í seinni heimsstyrjöldinni náðu Tyrkir yfirráðum í borginni og hafa meinað öllum aðgang síðan. Í þrjá áratugi hafa Tyrkir haft uppi stóran varnarvegg sem umlykur borgina en bara Tyrkir og fáir útvaldir frá sameinuðu þjóðunum fá að stíga fæti inn á svæðið. Plana nú Tyrkir að byggja aftur upp þessa fallegu borg en reynist það mjög erfitt þar sem bæði hús og garðar borgarinnar eru nú orðin heimili sæskjaldbaka og leggja þær eggjum sinum innan varnarveggja Tyrkja. Hugmyndin er að reyna að fá borgina til að verða aftur valdamestu og fjölmennustu borg Kýpur.
10.
AGDAM (Aserbaídsjan) : einu sinni 150.000 manna borg.. nú auð.
Einu sinni iðandi af lífi var borgin Agdam en hún var eitt sinn heimili 150.000 manna. Borgin glataðist í Nagorno Karabakh stríðinu þó að borgin hefði aldrei verið í stríðinu sjálfu þá féll hún undir skemmdarverk Armena sem héldu til í borginni. Allar byggingar borgarinnar voru rifnar niður nema ein moska sem stendur enn, hún er nú samt sem áður þakin skemmdarverkum svo sem graffiti. Íbúar borgarinnar fluttu samt flestir heilir á húfi til annarra borga Aserbaídsjan og til Íran.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here