Borgríki 2 – Blóð hraustra manna er æsispennandi sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki frá árinu 2011. Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni. Hannes sér fram á að ná að slá tvær flugur í einu höggi, ná yfirmanninum en einnig erlendri glæpaklíku sem er með tökin á borginni. Til að ná þessu markmiði sínu dregur hann lögreglukonu með erfiða fortíð inn í aðgerðirnar, óafvitandi að erlenda glæpagengið ætlar sér stóra hluti og munu svífast einskis til verja sig.
Helstu hlutverk: Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic og Hilmir Snær Guðnason. Leikstjórn: Olaf de Fleur. Framleiðendur: Kristín Andrea Þórðardóttir, Ragnar Santos og Olaf de Fleur
Handritshöfundar: Hrafnkell Stefánsson og Olaf de Fleur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.