Ashton Kutcher birtir fyrstu myndina af dóttur sinni

Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis eignuðust sitt fyrsta barn á þriðjudaginn síðastliðinn. Parið eignaðist stelpu sem hefur fengið nafnið Wyatt Isabelle Kutcher.

Ljósmyndarar frá slúðurtímaritunum hafa elt Milu á röndum alla meðgönguna en eftir að hún fæddi stúlkuna hafa þyrluð með ljósmyndurum sveimað yfir húsinu þeirra í von um að ná mynd af  Wyatt.

Ashton brá þá á það ráð að birta mynd af Wyatt á Facebook síðunni sinni til að losna við þyrlunar en ásamt myndinni af dóttur hans birti hann nokkrar aðrar ungbarnamyndir. Leikarinn lét ekki þar við sitja heldur setti einnig inn dýramyndir svo engin leið væri að vita hvaða barn sé þeirra. Auðvitað má strax útiloka dýramyndirnar en slúðurtímaritin verða að reyna að finna út sjálf hvaða barn sé Wyatt.

Í texta sem fylgdi svo myndunum bað leikarinn um frið frá þyrlunum þar sem inni svæfi lítið ungabarn  sem væri voðalega sætt. Hann bætti svo við að Mila og hann vilji bjóða Wyatt Isabelle Kutcher velkomna í heiminn.

Þá er bara spurningin hver er dóttir þeirra.

 

8_medium

7_medium+ 6_medium

5_medium

4_medium

3_medium

2_medium

1_medium

SHARE