sunÍslendingar upp til hópa eru miklir áhugamenn um sundlaugar. Hér eru nokkrar sem væri guðdómlegt að dýfa svona eins og einni tá í. Eða bara liggja þarna í tvær vikur á meðan haustlægðirnar kæfa í andann í landanum.
Alila Villa Uluwatu, Balí
Þessi stórfenglega laug situr á toppi kletts, 100 metrum fyrir ofan Indlandshaf.
Amangani, Wyoming
Stutt frá Yellowstone þjóðgarðinum.
Amangiri, Utah
Þvílík og endalaus dásemd!
Bill & Coo, Mykonos
Grikkir eru alls ekki nýgræðingar þegar kemur að dásamlegri sundlaug með dramatísku útsýni.
Grand Hotel Central, Barcelona
Þökin gerast ekki mikið flottari en þetta. Svo er bar þarna líka. Tvær flugur í einu höggi.
Hanging Gardens Ubud, Balí
Nei, nú pöntum við flug til Balí – aðra leið!
Jumeirah Dhevanafushi, Maldíveyjum
Eða nei annars, aðra leið til Maldíveyjanna!
Rahimoana Eagles Nest, Nýja Sjálandi
Sólarlagið er ekki innifalið.
Saruni Samburu, Kenía
Eins og vin í eyðimörkinni.
The Standard Downtown, Los Angeles
Við höfum Sundhöll Reykjavíkur. Og RIFF. Við þurfum ekkert að fara vestur um haf.
The Berkeley, London
Ein af afar fáum sundlaugum á þaktoppi í London.
W, Hong Kong
Sundlaug á 76. hæð – útsýnið er vægast sagt stórfenglegt.
Infinity Pool, Singapore
Ekki fyrir lofthrædda.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.