29 ára kona vill deyja á eigin forsendum 1. nóvember

Brittany Maynard hefur lifað í 29 ár og lifað mjög óttalausu lífi. Hún hefur hlaupið hálf maraþon, ferðast um Suð-austur Asíu og klifið Kilimanjaro.

Hún ætlar líka að taka dauða sínum með sama óttaleysi. Brittany var sagt það í apríl að hún ætti 6 mánuði eftir ólifaða en hún er enn á lífi í dag. Hún ætlar hinsvegar að enda líf sitt sjálf, með lyfjum sem læknir hennar skrifaði út fyrir hana. Hún vill samt ekki að þetta sé kallað sjálfsm0rð.

„Það er ekki ein fruma í líkama mínum sem VILL deyja,“ segir Brittany í viðtali við People. „Mig langar að lifa. Ég vildi að það væri til lækning við sjúkdómi mínum en svo er ekki.“

Brittany er með alvarlegt heilaæxli sem mun draga hana til dauða. „Krabbameinið mun verða til þess að ég dey og það er alveg úr mínum höndum. Ég hef rætt þetta við marga sérfræðinga og þeir hafa allir sagt mér að þetta sé alveg skelfilegur dauðdagi. Það að fá að deyja með reisn er minna ógnvekjandi,“ segir Brittany.

Í þessu 6 mínútna myndbandi er talað við Brittany, móður hennar og eiginmann Brittany, Dan Diaz.

„Öll fjölskyldan mín hefur gengið í gegnum hringrás af tilfinningum. Ég er einbirni og þetta grætir mig og þetta verður alveg sérstaklega erfitt fyrir móður mína og auðvitað eiginmann minn en þau standa við bakið á mér. Þau fengu að heyra það á spítalanum hvað myndi gerast ef ég myndi deyja úr þessu heilaæxli og skilja því þessa ákvörðun.“

brittany-maynard-800

Brittany var nýbúin að gifta sig þegar hún fór að fá hrikalega höfuðverki í janúar síðastliðnum. Þá komst hún að því að hún væri með þetta heilaæxli en þau hjónin voru að reyna að eignast börn á þessum tíma. Þremur mánuðum eftir að æxlið fannst, fór Brittany í aðgerð og þá kom í ljós að æxlið hafði stækkað mikið og henni var sagt að hún ætti í mesta lagi 6 mánuði eftir ólifaða.

 

Fjölskyldan hennar flutti öll til Portland fyrr á þessu ári svo Brittany hefði aðgang að Oregon Death with Dignity Act sem hefur verið starfrækt síðan árið 1997. Síðan þá hafa 752 notað lyf til þess að deyja.

Hver er ykkar skoðun kæru lesendur? Haldið þið að fólk myndi nýta sér svona úrræði ef þau væru til boða fyrir dauðvona sjúklinga?

SHARE