Freyjur skulu hafa lipran limaburð, létt göngulag og gönguhraði skal vera sem næst 500 mm/sek

Það er oft gaman að rekast á gamlar blaðagreinar. Sérstaklega eru þær skemmtilegar sem vekja mann til umhugsunar um það hvað heimurinn hefur breyst, til hins betra, í áranna rás.

Mér barst þetta blað nú í vikunni sem er frá því í apríl árið 1971 og mér finnst þetta alveg með ólíkindum. Flugfreyjurnar urðu að standast þessar staðalkröfur.  Þetta er staðall sem flugfreyjur urðu að falla undir.

1. Inngangur

Staðall þessi kveður á um stærðir, mál, þyngdir og gæðakröfur staðalfreyja svo sem glugfreyja, bílfreyja, skipfreyja og annarra freyja, er vinna þjónustustörf í þágu almennings.

2. Mál og þyngd

Eftirfarandi tafla sýnir kröfur um mæramál freyja, ásamt leyfilegum frávikum. Liggi mál milli staðlaðra tölugilda, getur mál milli staðlaðra tölugilda, getur stöðlunardeild IMSÍ veitt undanþágur, einkum á fáförnum og afskekktum leiðum. Flugfreyjur og bílfreyjur, sem sinna störfum í þröngum göngum á milli sætaraða, mega þó hafa stærri brjóstmál og minna mjaðmamál en taflan sýnir.

Screen Shot 2014-10-09 at 2.25.22 PM

3. Gæðakröfur

3.1 Limaburður: Freyjur skulu hafa lipran limaburð, létt göngulag og gönguhraði skal vera sem næst 500 mm/sek. Prófanir á sveigjanleika og formfestu skulu gerðar eftir ASTM-staðli D 790.

3.2 Litarfesta: Litarfesta andlita skal standast 7200 sek. álag við allt að 30°C hita, 800-1200 millibur loftþrýsting og 30-80% rakastig.

3.3 Ljómi: Freyjur skulu vera broshýrar til umhverfisins og ljómi streyma frá ásjónu þeirra og fasi. Ljóminn mælist í candela skal vera minnst 25 candela, þegar þreytan er mest.

3.4 Framsögn: Freyjur skulu tala gott mál, framsögn áheyrileg og þýð. Raddstyrkur skal vera 50 decibel og tónsvið 300-700 hz. Raddstillingar skulu gerðar samkvæmt ISO Recommendation R 16

 

4. ÍST-merking

Freyjur, samkvæmt staðli þessum, skulu bera merki staðalsins IST 6.6 á sér, þegar þær eru að starfi.

 

10593234_10205085671084245_2055888836585636529_n

Þegar ég fór að grennslast fyrir um þetta sá ég að þessi staðall birtist í 76. tölublaði Vísis árið 1971, en blaðið var gefið út 1. apríl. Mér datt í hug að þetta gæti verið aprílgabb en eftir því sem ég best veit er ekki svo.

SHARE