Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn er í dag 10. október og því er ekki úr vegi að rifja upp Geðorðin Tíu sem Lýðheilsustöðin gaf út á sínum tíma.
Flest finnum við fyrir því á lífsleiðinni að erfiðleikar og hin ýmsu verkefni geta virst óyfirstíganleg. Þá er gott að hafa jákvæða hvatningu að leiðarljósi á meðan að lægðin gengur yfir og að taka eitt skref í einu. Hlúum því vel að okkur sjálfum. Nærum líkama, huga og sál og látum þannig gott af okkur leiða!
Geðorðin tíu eru eftirfarandi:
- Hugsaðu jákvætt, það er léttara
- Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
- Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
- Lærðu af mistökum þínum
- Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
- Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
- Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
- Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
- Finndu og ræktaðu hæfileika þína
- Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast