Sjálfsmyndir. SELFIES: Sjálfa eins og heitið útleggst á íslensku. Fyrirbærið er svo vandræðalega útbreitt að allir gera það. Taka sjálfur. Selfies. Hvað sem fyrirbærið kallast.
En hægt er að kafa ENN dýpra. Til er fólk sem tekur myndir af öðru fólki. Meðan hitt fólkið tekur sjálfu. Smellir af. Reynir að finna hið fullkomna sjónarhorn.
Hér fer stórfurðulegt myndband af konu. Sem tók myndband af konu. Sem var að taka sjálfu. Á bikiníklæðum einum fata.
Skelfilegt í alla staði. Hvað er að veröldinni nú til dags?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.