6 magnaðar staðreyndir um meðgöngu

Það er til ógrynni af upplýsingum á internetinu um þunganir og þær breytingar sem kvenlíkaminn fer í gegnum á þessum 9 mánuðum. Hér eru hins vegar 6 magnaðar staðreyndir sem þú hefur mögulega ekki lesið áður.

1. Legið í konum er ótrúlega sterkt. Sá kraftur sem kemur þegar kona með samdrætti rembist jafnast á við 180 kílóa þunga á hvern fermetra.

2. Í fyrsta skipti sem kona fæðir barn skilur mjaðmagrindin sig í sundur í miðjunni. Brjóskið í miðju lífbeininu teygist en beinið sjálft brotnar ekki en það fer þó aldrei aftur saman segir Nina N. Hinting læknir á Sinai Hospital í Baltimore.

3. Kona getur orðið þunguð þegar hún er nú þegar þunguð. Þetta er að sjálfsögðu afar sjaldgæft en í einu tilfelli varð kona í Arkansas tvisvar sinnum þunguð af börnum sem áttu síðan að koma í heiminn á sitt hvorum deginum.

4. Mjaðmagrindin á þunguðum konum getur tekið á sig fjögur mismunandi form. Einungis ein þessarar lögunar er þó best til að koma barni í heiminn en sem betur fer er sú lögun lang algengust og kallast gynecoid.

5. Þegar kviðurinn á þunguðum konum stækkar fara margar þeirra að taka eftir dökkri línu niður eftir miðjum kviðnum. Þessi lína er þó ekki ný því hún hefur alltaf verið þarna en óléttu hormónar eiga það til að hafa áhrif á lit þessarar línu og dekkja hana.

6. Þungaðar konur eiga það til að vagga meira þegar þær ganga heldur en aðrir þegar þær eru þungaðar. Þá skiptir ekki máli hvort að konan sé með stóra kúlu eða litla en ástæðan fyrir þessu vaggandi göngulagi er vegna þess að liðamótin verða slakari og jafnvægis punktur þeirra hefur breyst.

o-PREGNANT-WOMAN-facebook

 

SHARE