Sjáðu hvað hægt er að borða fyrir 720 krónur

Ég hef ákveðið að skrifa blogg í 7 daga hvernig það er að lifa á 750 kr á dag eða allra helst hvað er hægt að fá fyrir þann pening og hvaða áhrif þetta hefur á líkama og sál.

Fyrsti dagurinn var í dag og má segja að hann hafi verið töluvert auðveldari en ég bjóst við, þó var ýmislegt sem kom mér á óvart og strax á fyrsta degi hef ég nokkrar vangaveltur, sem ég tel að gætu haft áhrif á aðra þætti í þjóðfélaginu okkar svo sem íslenska framleiðslu og heilbrigðiskerfið okkar.

Ég er mikill matgæðingur og finnst mér ekkert skemmtilegra en að borða góðan mat og tala þá ekki um að fara út að borða. Það gefur augaleið að þegar að maður ætlar að lifa á 750 kr á dag þá er ekkert slíkt í boði og þarf maður að horfa í hverja krónu til að ná endum saman.

Ég byrjaði daginn kl 8:30 á morgunverði sem var Prótein shake og banani, það er ekkert frábrugðið því sem ég er von að borða svo ég varð ekki fyrir miklu menningasjokki. Morgunverðurinn kostaði mig 164 kr svo ég átti smá afgang til að „spreða“ í aðrar máltíðir yfir daginn. 10356414_781996488504764_3150975632650352523_n

Þegar leið á daginn var ég hinsvegar orðinn glorhungruð og kl 11:30 gat ég ekki hætt að hugsa um rækjusamlokur og hamborgaraveislu. Ég held að þetta sé svipuð „veiki“ og að hætta að borða nammi. Þegar þú hættir þá er það miklu erfiðara og þig langar meira en vanalega í nammi.

Kl 12:30 skellti ég mér svo í búð og verslaði það sem til þurfti í hádegis- og kvöldmat.

Fyrir valinu í hádegismat varð heimatilbúið túnfisksalat.

Uppskrift.
1 dós af Túnfisk í dós með eða án olíu
250 kr Kotasæla
¼ rauðlaukur
2 Egg
Salt og pipar eftir smekk

Gríðarlega auðvelt en þetta var mjög bragðgott.

Ég borðaði helminginn af þessu ásamt einu hrökkbrauði og í heildina kostaði þessi máltíð mig 236kr

10614327_782048675166212_8841270146794718116_n

Um 17:00 var ég að deyja úr hungri. Ég skellti í mig ½ liter af vatni og þakkaði guði fyrir að vatnið væri frítt á Íslandi.

Um 19:00 kom svo að kvöldmati þar sem boðið var upp á kjúkling hrísgrón og brokkolí. Ljúffengur og tiltölulega hollur kvöldmatur en skammturinn var sorglega lítill og ég grét næstum þegar ég var búinn með matinn af disknum mínum.

110 gr kjúklingur
50 gr hrísgrjón sem ég viktaði áður en ég sauð
80 gr frosið brokkolí

Ég notaði síðan soðið af kjúklingnum sem sósu því ég átti ekki nægilega margar krónur eftir til að kaupa sósu. Þessi máltíð kostaði mig 320kr

1898284_782221211815625_2827918473019361695_n

Heildarkostnaður í dag var því ekki nema 720kr svo það er aldrei að vita nema ég geri vel við mig í kvöld og poppi nokkrar baunir og drekki vatn yfir uppáhaldsþættinum mínum.

Hægt er að fylgast með mér á Mataráskorun Ríkistjórnar Íslands

Endilega deilið svo með mér ódýrum uppskriftum í commentum hér fyrir neðan af mat sem ég gæti nýtt mér næstu dagana.

Gerður Arinbjarnar.

  http://credit-n.ru/zaymyi-next.html http://credit-n.ru/kredity-online-blog-single.html

SHARE