Stórstjörnulífið í Hollywood getur verið dálítið einlitt; öll viðtöl byrja og enda á svipaðan máta og allt er svo fyrirsjáanlegt. Sérstaklega þegar kynna á nýjar kvikmyndir. Fyrst er það stóllinn og svo eru það spurningar þáttastjórnenda. Svo kemur lofið og lastið og allir verða einhvern veginn svo frábærir. Útvarpsþættir, tímarit og svo framvegis.
Nema maður breiki sig bara í gegnum allt. Veiti viðtal þannig.
Auðvitað er best að dansa bara gegnum daginn. Alla vega fer Brad Pitt ekki troðnar slóðir (enda búinn að fá sig fullsaddan af hefðbundnu kynningarferli) og skoraði þannig Jimmy Fallon á hólm fyrir The Tonight Show.
Kynningin átti að fjalla um nýjustu kvikmynd Brad Pitt, FURY, en snerist upp í einvígi á milli tveggja karlmanna í bílageymslu með gettóblaster að vopni. Já og ekki má gleyma krossviðarplötunum.
VARÚÐ: Verið viðbúin tvöföldu danseinvígi í lokin ….
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.