Viðreynslukúnstin er ekki öllum gefin og menn reyna ýmislegt til þess að komast í bólið með konum, og öfugt. Flest kunnum við að meta saklaust daður sem á sér venjulega stað í samskiptum kynjanna en stundum eru aðrar misgóðar aðferðir reyndar. Ástæðan er yfirleitt innra óöryggi.
Hafið þið lent í því að líða ekki vel í eigin skinni í návist einhvers sem þið eruð spenntar fyrir? Ástæðan getur verið sú að hann telji það vænlegast til árangurs að ýta við veikum punktum hjá þér til þess að fá það sem hann vill. Að sofa hjá þér!
Hafðu augun opin fyrir þessari taktík og forðastu mennina sem nota þær.
1. Hann gerir athugasemdir
– við erum að tala um pínulitlar aðfinnslur sem virðast saklausar í fyrstu, eins og að tala um að göngulagið þitt sé sérstakt. Hann passar sig samt á því að hrósa þér líka svo að þú stingir ekki af strax.
2. Hann móðgar þig
– ef þú ert enn að tala við manninn þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnslur gengur hann skrefinu lengra og fer að móðga þig. Sem dæmi getur hann gert grín af eyrunum þínum eða sagt að hárið þitt líti út fyrir að vera skítugt. Þessi aðferð getur komið af stað innri togstreitu og sjálfsefasemdum sem auðveldar honum að nálgast þig og fá það sem hann vill. Það er að segja ef þú ert ekki löngu búin að forða þér.
3. Hann veitir þér athygli í fyrstu en beinir henni svo að annarri konu
– þegar að karlmaður lítur við annarri konu á meðan hann er að deita þig er líklegt að hann sé að reyna að gera þig afbrýðisama. Þegar honum tekst að fá þig til þess að óska þess að hann sýndi þér meiri athygli er hann farinn að geta stjórnað þér.
4. Hann reynir við vinkonu þína fyrst áður en hann fer að reyna við þig
– þetta er hrein strategía til þess fallin að fá þig til þess að vilja að fara í samkeppni um athygli mannsins.
5. Hann hefur áhrif á sjálfsvirðinguna þína
– með því að fá þig til þess að líða eins og að þú sért eitthvað minna dýrmæt en þú ert í raun og veru nær hann að stækka egóið sitt á þinn kostnað. Þú verður undir og hann yfir.
6. Hann hrósar þér en segir síðan að þú gætir verið betri
– við höfum öll endalausa möguleika í sjálfsrækt en það er ekki það sama og að gefið sé í skyn að við séum á einhvern hátt misheppnuð eins og við erum. Það versta sem þú getur gert að er að reyna að afsanna það sem hann virðist halda að þú sért.
7. Hann gefur í skyn að hann að sé að gera þér greiða með því að sýna þér áhuga
– maður sem hefur eingöngu í huga að fá að sofa hjá þér reynir að koma þér í skilning um hvað þú sért í raun heppin að fá að sofa hjá honum og að þú getir hreinlega verið þakklát fyrir það. Hann notar jafnvel lygar til þess að lyfta sér á stall og þú munt aldrei komast að sannleikanum þar sem hann er horfinn úr rúminu daginn eftir áður en þú vaknar.
8. Hann notar haltu mér slepptu mér aðferðina til að rugla þig í ríminu
– ef þú hrífst af gaurum sem eru eins og rússíbanareið í samskiptum þá áttu í hættu á að spilað verði með þig. Um leið og athyglin hverfur af þér líður þér eins og að þú sért ekki lengur nógu aðlaðandi fyrir hann og ferð að tippla á tánum til að fá athyglina aftur.
9. Hann vill að þér líði eins og að þú þurfir á honum að halda
– Hann kaupir handa þér áfenga drykki, býður þér að sitja við sitt borð eða býður þér á staði sem eru fjarri heimilinu þínu þannig að það liggi beint við að hoppa upp í leigubíl og heim til hans. Hann hefur ekki áhuga á að kynnast vinum þínum og vill eingöngu hafa þig út af fyrir sig.
10. Hann sér til þess að kvöldið verði leiðinlegt til þess að geta bjargað málunum
– já þú last rétt. Sumir gæjar ganga svo langt að þeir gera allt til þess að spilla fyrir kvöldinu til dæmis með því að laða til ykkar þrasgjarnt fólk, hella óvart drykknum yfir kjólinn þinn eða koma að lokuðum dyrum í partíi sem hann ætlaði að bjóða þér í. Allt til þess að geta verið bjargvætturinn sem kemur með snilldarlausnina; að fara heim og sofa hjá þér!
Heimild: Elite Daily