Jake Gyllenhaal létti sig um tæp 14 kíló og er gjörbreyttur

Leikarinn Jake Gyllenhaal létti sig um tæp 14 kíló fyrir nýjustu bíómyndina sem hann leikur í en myndin ber nafnið Nightcrawler.

Hinn 33 ára gamli Jake var ekki mikill um sig fyrir og hefur því þyngdartapið gjörbreytt útliti hans. Til þess að ná þessum kílóum af sér hljóp hann 24 kílómetra á dag bara með því að fara á milli heimilis síns og upptökustaðarins á kvikmyndinni.

Í kvikmyndinni leikur Gyllenhaal ljósmyndarann Lou Bloom sem sem starfar við að sitja um Hollywood stjörnurnar í Los Angeles í von um að ná þeim upp á sitt versta. Til þess að komast í karakter fannst leikaranum hann verða að vera grennri og þurfti hann því að breyta mataræði sínu. Jake lifði því á káli og tuggði tyggjó á meðan tökum stóð.

Þetta mataræði og þessi miklu hlaup tóku sinn toll og höfðu bæði áhrif á líkama og sál. Jake tjáði sig þessa ákvörðun sína og þau áhrif sem þetta hafði í nýlegu viðtali.

The running thing, you´re pretty hungry because you´re not eating a lot of food. You´re lonely because you´re not meeting your friends for dinner.

Jake sagði að þegar vinir hans hefðu beðið hann um að hittast í kvöldmat eftir vinnu þá þurfti hann að hafna því boði því upptökur á kvikmyndinni stóðu yfir á nóttunni og þegar vinir hans báðu hann um að koma í hádegismat þurfti hann að neita því líka því hann þurfti að hlaupa.

Það var ekki fyrr en upptökur á kvikmyndinni voru búnar þegar Jake áttaði sig á því hversu mikið þessi lífstílsbreyting hafði haft áhrif á hann.

131023121610-jake-gyllenhaal-weight-loss-2013-horizontal-gallery

article-2703600-1FED16A300000578-100_306x423

SHARE