Þær voru nær guðdómlegar ásýndar, gyðjur Hollywood á fjórða áratug síðustu aldar. Ávallt óaðfinnanlegar, með fallega uppsett hár og ólaskaðan varalit. Yndislegt tímaskeið í sögu hátískunnar sem enn er eftirsóknarvert og fyrir löngu klassískt orðið.
Hér fer meistarinn Eugene Souleiman yfir þá kúnst í örfáum skrefum hvernig á að framkalla rómantískar bylgjur með bóhemísku ívafi á örskotstundu; að sjálfsögðu með réttri notkun efna og það í algeru lágmarki.
Trixin eru eftirtektarverð og útkoman er gullfalleg:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.