Ekki leggja fyrrverandi í einelti á Facebook!

Það mun ekki vera neitt grín að leggja sinn fyrrverandi í einelti á Facebook; „stalka” einhvern sem maður er ennþá skotinn í. Strák sem er kominn með nýja.

„Glætan, ég kíki aldrei á prófílinn hans!” (Yeah, right).

Ef þetta hefur hent þig, ef þú kannast við það sem um ræðir hér að ofan eru allar líkur á að þú hafir líka óvart „lækað” eitthvað sem þú ætlaðir aldrei að „læka” við. Skilið eftir þig „ömurlega vandræðaleg spor” á prófíl viðkomandi og vitir ekkert hvernig þú átt að snúa þig út úr dæminu.

Örvæntu þó eigi! Fleiri hafa gerst „sekir” um álíka „landráð” þó sú staðreynd sé í sjálfu sér lítil huggun; heimurinn hrynur alltaf jafn harkalega til grunna. Það er svo niðurlægjandi þegar „upp kemst”.

Þetta er umfjöllunarefni hryllingsþáttarins Tale of the Facebook Stalker sem er einn af fjölmörgum vefþáttum í seríunni Are You STILL Afraid of the Dark, gefinn út af Elite Daily á YouTube.

Það er ekkert grín að leggja fyrrverandi í einelti á Facebook!

SHARE