Jæja það er komið að því. Bruce Jenner (64) er farinn að hitta aðra konu og það er ekki bara einhver kona heldur ein af bestu vinkonum Kris Jenner og fyrrum aðstoðarkona hennar, hún Ronda Kamihira.
Bruce Jenner og Kris Jenner voru gift í 22 ár en Kris sagði frá því nýlega í viðtali að henni liði eins og henni hafi mistekist af því hún ætlaði að vera gift til æviloka.
Það hafa margar sögusagnir verið í gangi um það að Bruce sé á leið í kynleiðréttingu en það getur varla verið raunin ef hann er farinn að hitta þessa Ronda.
„Kris er miður sín,“ segir heimildarmaður People. „Þessi kona var aðstoðarmaður hennar og besti vinur í 20 ár. Kendall og Kylie ólust upp með tveimur börnum Ronda og þau eru bestu vinir. Kris er svo döpur og í mikilli hjartasorg.“