Hin 27 ára gamla nunna, Systir Christina Scuccia, vann nýverið söngvakeppnina The Voice á Ítalíu. Í gegnum keppnina söng hún lög á borð við The One, Girls Just Wanna Have Fun og Like A Prayer. Hún hélt því einnig statt og stöðugt fram að hún myndi hafna öllum plötusamningum ynni hún keppnina.
Christinu snérist greinilega hugur því á mánudaginn kom út fyrsta lagið á plötunni hennar. Christina tekur lag Madönnu, Like a Virgin, og setur það í nýjan búning að því leyti að hún breytir aðeins textanum. Henni fannst textinn vera innblásinn af ást sem gæti hjálpað fólki að gera upp fortíðina sína.
Christina sagði í viðtali við ítalskt tímarit að hún væri mjög spennt að sjá viðbrögð Madonnu við að horfa á myndbandið.
„I´d like to see her face when they tell her it´s a nun singing.“
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.