Ef þú ert í leit að búningi fyrir ungabarnið gæti fílabúningur verið málið. Óvenjulegur já, en toppar krúttskalann þegar barnið skríður um gólfin með ranann og eyrun beint út í loftið.
Gott að nota tækifærið á meðan börnin eru nógu lítil til þess að hafa ekki skoðanir á því hverju þau klæðast. Þau átta sig ekkert sérstaklega á því að þau séu gangandi skemmtikraftar fyrir fullorðna fólkið. Það er svo gaman að dást að þessum dúllum.
Þessi eyru, þessir ranar, þessar dúllubollukinnar…
Heimild: Architecture & Design