Táraflóð er fyrsta orðið sem kemur í huga undiritaðrar þegar saga Karyn Starr er til umræðu. Karyn lagðist undir hnífinn, þá 21 árs að aldri, til að láta minnka brjóst sín. Hún hefur glímt við þunglyndi í leynum og haldið á andvana fæddu barni sínu í báðum höndum, en hún upplifði fósturmissi á miðri meðgöngu. Þetta og fleira ræðir Karyn meðan hún afklæðir sig í þættinum The What’s Underneath Project og afhjúpar sjálfa sig með öllu; en hún er gengin níu mánuði á leið með barn þeirra hjóna.
Magnþrungið viðtal sem endurspeglar á hárbeittan og þróttmikinn máta líkamsvitund kvenna og hvað í raun er fólgið í því að ganga með og fæða barn í nútímavæddri veröld:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.