Og þetta, kæru lesendur … kom út á þessu herrans ári 2014. Hjálparviðbót (ehm.. svindl) sem skannar dæmin í bókinni, leysir þau lið fyrir lið og gerir heimanámið „barnaleik” að eiga við.
Smáforritið er enn á prófunarstigi en kemur á almennan markað snemma árs 2015. Hægt er að skrá sig á póstlista þar sem uppfærslur og framvinda er kynnt jafnharðan gegnum vefsíðuna PHOTOMATH – smellið HÉR til að lesa meir um þetta litla tækniundur.
Reyndar má svo ekki taka farsímann með sér í próf – en sjálfsagt má af öllu læra:
PhotoMath from MicroBLINK on Vimeo.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.