Tróð 3 milljón króna Rolex úri upp í „vinkonuna” og hljóp út

Í því sem mætti kalla djörfunglega tilraun til ráns má einnig til sanns segja að kona nokkur í New York hafi gernýtt sitt helgasta vé, sjálf leggöngin til varðveislu þýfis, en umrædd tróð hvorki meira né minna en Rolex úri hjásvæfu sinnar, sem metið er á 3 milljónir íslenskra króna, beint upp í skuðina. Konan hljóp svo eins og fætur toguðu, með þrælspennta grindarbotnsvöðva, á brott þegar upp komst um allt og harðneitaði að afhenda góssið fyrr en lögregluna bar að garði.

Atvikið, sem rataði í heimsmiðla, átti sér stað þann 19 október sl. á Holiday Inn hótelinu í New York, en lögreglan þar í borg greinir frá þessari hrottafengnu og frumstæðu tilraun til ráns á vefsíðu sinni.

125w26

Hér átti atvikið sér stað; á Holiday Inn hótelinu sem stendur við 125 West og 26th Street í New York

Bað hjásvæfuna að taka af sér úrið …

Fórnarlambið, sem eðli málsins vegna hefur óskað eftir nafnleynd, hafði boðið hinni 25 ára gömlu Shacarye Tims upp á herbergi í lok nætur eftir að hafa setið að drykkju með stúlkunni á nærliggjandi bar.

… sem hann og gerði og lagði á náttborðið.

Þegar inn í herbergið var komið og leikar hófust, rak Shacarye hins vegar upp örlítið vein og sagði Rolex úrið særa hörundið. Bað hún manninn að taka úrið af úlnliðnum og reif maðurinn úrið af og lagði á náttborðið, enda áfjáður í frekari blíðuhót og orðinn óþreyjufullur mjög.

holidayinn-nyc-004

Í herbergi líku þessu ætlaði parið að gamna sér; Holiday Inn Manhattan

 

„Ha? Horfið? Datt það ekki bara undir rúm?”

Tíu mínútum seinna tóku hins vegar að renna tvær grímur á manninn, þegar hann sá að úrið var horfið af náttborðinu. Shacarye lét sér hins vegar hvergi bregða og sagðist sannfærð um að úrið hefði runnið af náttborðinu í hamagangnum og lægi sennilega undir rúmi.

Fór í loftköstum út um hurðina með 3 milljónir uppi í leggöngunum

Þegar elskhuginn lét sér hins vegar ekki segjast og hóf að leita að úrinu, flúði hin svikula Shacarye umsvifalaust og hljóp sem fætur toguðu út úr herberginu og reyndi að yfirgefa hótelið. Hún komst þó ekki lengra en að móttökunni á fyrstu hæð, þar sem hinn kokkálaði elskhugi reyndi að stöðva hana.

HOLIDAY+INN+NYC+MANHATTAN

Starfsmenn hringdu til lögreglu; leikar enduðu í móttökunni og konan var handtekin

 

Neitaði að afhenda úrið, spennti grindarbotnsvöðvana og kýldi vininn í gólfið

En Shacarye, sem átti fullt í fangi með að verja fokdýrt Rolex úrið sem hún hafði komið haganlega fyrir í leggöngum sínum, kreppti einfaldlega hnefana og sló félagann ítrekað í andlitið með krepptum hnefa.

Harðneitaði öllum sakargiftum þar til lögreglan dró góssið út við nákvæma líkamsleit

Lögregla var kölluð til og var Shacarye handtekin á staðnum, en hið verðmæta karlmannsúr fannst við nákvæma líkamsleit og hefur nú verið gefin út formleg ákæra á hendur Shacarye, sem neitar sök og segist saklaus af öllum ákæruliðum.

hqdefault

Shacarye hefur áður komið við sögu lögreglu, mynd úr gagnabanka

 

Ginnti karl á tálar í september, lagði PIN númerið á minnið og halaði hálfa milljón út úr hraðbanka

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn á þessu ári sem Shacarye dregur ginnkeypta karla á tálar í nágrenninu, en hún var einnig ákærð fyrir að hafa stolið kreditkortum frá sofandi elskhuga sínum þann 23 september síðastliðinn og náði í það skiptið að nappa litlum 500.000 íslenskum krónum út úr hraðbanka með PIN kóða mannsins.

Í sjálfu sér mætti svo einnig varpa þeirri spurningu fram hvers vegna karlar eru jafn ginnkeyptir fyrir blíðu ókunnra kvenna og raunin var í tilfelli Shacarye, en af ofansögðu að ætla er augljóslega aldrei of varlega farið þegar ný kynni eru annars vegar.

DNA Info

SHARE