Ég er ein af þessum týpum sem á oft í vandræðum með húðina mína. Ég fæ reglulega unglingabólur þó ég sé löngu hætt að vera unglingur og finnst ég verðskulda að fá bara að vera með „venjulega“ húð. Ég hef meira að segja þurft að fara langa pensilín kúra til að laga húðina mína sem jú gerði húðina góða en það hefur oft verið mjög stutt í bólurnar hjá mér.
Um daginn fór ég svo í EyesLipsFace og var bara að skoða og var þá bent á þessar förðunarvörur fyrir mína húð.
Hyljarinn e.l.f. Maximum Coverage Concealer – Oil Free er mesta snilld sem ég hef notað því húðin mín á það til að fitna í hvert skipti sem ég nota hyljara og ég verð sveitt í framan á „núll einni“. Það á sko alls ekki við um þennan hyljara og ég nota hann alla daga og er alveg að elska hann.
Ef ég er að fara eitthvað fínt set ég á mig e.l.f. Acne Fighting Foundation sem er nákvæmlega það sem hentar minni húð því hún helst mött og fín allt kvöldið og ég verð ekki glansandi í framan. Oft hefur mig sviðið eftir farða þegar ég tek hann af mér, en ég finn ekki fyrir því að hafa verið með farða þegar ég hef notað þennan.
Ég fékk mér líka þennan bursta til að bera farðann á og þetta er svo einfalt og jafnt að það er eins og maður sé fagmanneskja í þessu.
Ég varð bara að deila þessu með ykkur því þessar vörur eru búnar að gera kraftaverk fyrir mig og húðina mína og eru líka á svo góðu verði.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.