Khloe hefur skoðanir á ÖLLU!

Hversu klisjukennt sem það nú hljómar, verð ég að taka undir orð Obama Bandaríkjaforseta, sem einhverju sinni sagðist „aldrei hafa horft á Keeping Up With The Kardashians”. Það breytir þó ekki því að ég hef gaman að systrunum. Sem virðast óþreytandi í viðleitni sinni við að ná heimsyfirráðum; sídaðrandi við samskiptamiðla og skoðanaglaðar á hátísku.

Aðspurð myndi ég svara upp á ensku að Kim nokkur væri „least of my liking” svo maður sletti nú aðeins. En um Khloe gegnir öðru. Ég hef gaman að konunni. Ískrandi húmor, glaðhlakkanlegar yfirlýsingar og svo auðvitað óbilandi sjálfstraust Khloe gerir hana að eftirsóknarverðum skoðanasmið á Instagram.

Ég fylgi Khloe eftir á Instagram; ekki vegna þess að ég elski „sjálfur” konunnar heldur vegna þess að öðru hverju spýtir hún gullkornum út á vefinn. Sum þeirra höfða til mín vegna þess að einhver orðin fela í sér styrk og það líkar mér.

Kannski meira sé spunnið í stelpuna en Khloe vill láta uppi? 

 

SHARE