Flísarnar fá andlitslyftingu

Ég sagði frá því hér fyrir skemmmstu að ég var að flytja í nýja íbúð og það er ótrúlega gaman að geta græjað og breytt öllu eftir sínu eigin höfði. Eitt af því sem ég er búin að gera er að hvítta tengla og rofa (passa að hafa þetta orð hérna núna, ekki slökkvara). Annað sem ég gerði var að gefa flísunum í eldhúsinu smá andlitslyftingu. Þær voru svona rauðbrúnar/yrjóttar og á móti eru þær svona fjólu/grá yrjóttar á gólfinu og mér fannst það einfaldlega of mikið.

Ég fór því á stúfana og renndi niður í Húsasmiðju. Þar talaði ég við mann í málningardeildinni og hann ráðlagði mér hvað ég ætti að kaupa og hvernig ég ætti að fara að því að gera þessar flísar meira eftir mínu höfði.

Svona voru þær fyrir breytinguna:

10387550_10152356021508008_2291051787404460632_n

10423751_10152356032288008_2360415453963732795_n

 

Myndirnar á flísunum eru upphleyptar og ég hafði smá áhyggjur af því hvernig það kæmi út.

 

Það sem ég þurfti að gera var eftirfarandi:

1. Ég þreif flísarnar með þessu efni sem heitir Speedball. Það leysir upp fitu og óhreinindi svo flísarnar séu móttækilegri við málningunni sem á að fara á þær.

 10641005_10152356020333008_2980335612562756398_n

Auðvitað er hægt að nota hvaða efni sem er sem leysir upp fitu en mér finnst Speedball algjört æði.

2. Eftir þrifin á flísunum, sem tóku enga stund, spreyjaði á og þurrkaði yfir, þá tók ég fram aðalgræjurnar. Tile paint, pensill, lítil málningarrúlla og lítill málningarbakki. Prikið fylgdi með og gríman var nú bara meira upp á grínið. 

1045156_10152356019343008_8938123888658975347_n

 

3. Passið að hræra vel í málningunni áður en byrjað er að mála 

10592808_10152356018223008_2961923638898465602_n

 

4. Notið pensilinn til að mála fúguna og kantana. Notið málningalímband til að mála ekki út fyrir á innréttinguna

10689658_10152356016243008_1760842995395874336_n

10672364_10152356019098008_7552606783222815834_n2

1551761_10152356008798008_858354147775384530_n2

5. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna og þetta tók alls ekki langan tíma og kostaði alls ekki mikið. 

20141028_213123

 

 

SHARE