Leikkonan Helen Mirren var nýverið valin fulltrúi snyrtivörufyrirtækisins L’Oreal í Bretlandi. Helen setti þó eitt skilyrði áður en hún skrifaði undir samninginn við fyrirtækið en það var að það mætti aldrei breyta eða „photoshoppa“ myndir af henni.
Hin 69 ára gamla leikkona fetar í fótspor annara leikkvenna á borð við Jane Fonda og Julianne Moore sem hafa skrifað undir samning við fyrirtækið. Samningur Helen við L’Oreal markar alveg nýja stefnu í fegrunarbransanum. Áður fyrr kepptust fyrirtækin við að selja konum krem til þess að yngja sig og konur yfir 30 sáust ekki í auglýsingum fyrir snyrtivörur.
Leikkonan segist vera þakklát því að hlotnast þessi heiður en að hún hafi aldrei verið glæsileg í útliti heldur bara allt í lagi og hún sé ánægð með það.
I hope I can inspire other women toward greater confidence by making the most of their natural good looks.
Helen Mirren hefur alltaf fagnað því að eldast og aldrei verið feimin við það líkt og margar stjörnur í Hollywood sem keppast við að slétta á sér húðina með hinum og þessum aðferðum. Þegar Helen var valin kona ársins hjá tímaritinu Glamour fyrr á árinu sagði hún:
Your 40s are good. Your 50s are great. Your 60s are fab. And 70s is fucking awesome. I´m not quite there yet, but almost.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.